Þurfti að snúa við vegna flugdólgs

Nokkurra tíma seinkun varð á fluginu vegna framkomu farþegans.
Nokkurra tíma seinkun varð á fluginu vegna framkomu farþegans.

Flugvél Icelandair á leið frá Keflavík til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við í kvöld eftir að flugdólgur lét ófriðlega um borð í vélinni. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var hegðun farþegans með þeim hætti að ekki var talið um annað að ræða en að snúa vélinni við.

Flugvélin lagði af stað frá Keflavíkurflugelli um kl. 17:30 í dag. Fljótleg eftir brottför þurfti áhöfn vélarinnar að hafa afskipti af manninum. Hann hlýddi ekki fyrirskipunum áhafnar og var því ákveðið að snúa vélinni við. Hún hafði þá verið á flugi í um 40 mínútur.

Eftir lendingu var maðurinn afhentur lögreglunni í Keflavík. Skipta þurfti um áhöfn flugvélarinnar. Hún lagði því ekki af stað aftur til Seattle fyrr en á níunda tímanum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert