„Ísland er alveg töfrandi“

Fallegt sólarlag var m.a. það sem Hines heillaðist af á …
Fallegt sólarlag var m.a. það sem Hines heillaðist af á Íslandi.

Ljósmyndarann Eric Hines hefur lengi langað til að koma til Íslands. Hann tók því tækifærinu fagnandi þegar slík ferð bauðst. Í sautján daga ferðaðist hann um landið og ók um 6.400 kílómetra og tók upp magnað myndskeið af ferðalaginu.

Hines var hér á ferð í júní og náði m.a. miðnætursól. „Ég svaf í farþegasætinu á bílnum og lifði á bensínstöðvarmat, en það var alveg þess virði,“ skrifar Hines en fjallað er um ferðalag hans á vefnum Petapixel.com.

„Landið er alveg töfrandi og ég vona að ég fái tækifæri til að koma þangað aftur.“

Hann segir að upplifunin af Íslandi hafi farið fram úr hans björtustu vonum. „Þú munt ekki sjá eftir að fara þangað!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert