Tæpur helmingur styður ríkisstjórnina

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27,9% samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR samanborið við 29,7% í síðustu könnun fyrirtækisins. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig og mælist með 18,1% en var með 16,7% í síðustu könnun MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað og mælist nú 49,3% en mældist 54,8% í síðustu könnun.

Samfylkingin er með 13,0% fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni borið saman við 13,5% í síðustu mælingu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð bætir hins vegar við sig og er með meira fylgi en Samfylkingin. Fylgi flokksins er nú 14,4% en var 13,1% í síðustu mælingu. Björt framtíð missir fylgi líkt og Samfylkingin og mælist með 11,7% fylgi samanborið við 12,3% í síðustu mælingu og sama á við um Pírataflokkinn sem mælist nú með 7,1% fylgi borið saman við 8,4% í síðustu mælingu. 

Dögun er með 2,4% fylgi, Hægri grænir með 2,2%, Flokkur heimilanna með 0,8%, Lýðræðisvaktin með 0,7%, Regnboginn með 0,6%, Sturla Jónsson með 0,1%,  Landsbyggðarflokkurinn með 0,1% og Alþýðufylkingin með 0,1% fylgi.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 9. - 14. ágúst og svöruðu 914 einstaklingar.

Tilkynning MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert