Lægstu laun hækkuðu nær tvöfalt meira en bætur

Öryrkjar mótmæla kjörum sínum.
Öryrkjar mótmæla kjörum sínum. mbl.is/Eggert

Lægstu laun á landinu hafa hækkað nær tvöfalt á við bætur öryrkja frá því kreppan skall á 2008 til ársins 2013.

Þetta kemur fram í úttekt Talnakönnunar hf. á þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands og kynnt var á aðalstjórnarfundi ÖBÍ í gær.

Heildartekjur öryrkja hækkuðu um 4,7% frá janúar 2009 til janúar 2013, en á sama tíma hækkaði launavísitala um 23,5%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka