Alvarleg staða skuldara

Mikil fjölgun hefur verið í uppboðsmálum á þessu ári.
Mikil fjölgun hefur verið í uppboðsmálum á þessu ári.

Um 65% þeirra sem eru á vanskilaskrá eru með árangurslaust fjárnám á bakinu og 16% þeirra sem eru í alvarlegum vanskilum tengjast félögum í gegnum stjórnarsetu eða eru framkvæmdastjórar fyrirtækja.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum frá Creditinfo. „Þetta segir okkur að vanskilin séu mjög alvarleg. Það hve margir eru með árangurslaust fjárnám á bakinu segir okkur einnig að vandamálin eru í mörgum tilfellum óyfirstíganleg,“ segir Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann umhugsunarvert hvort stórum hluta sé ekki betur borgið með því að lýsa sig gjaldþrota. Sérstaklega í ljósi þess að gjaldþrotalögum var breytt og fyrningartími krafna styttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert