Lögreglumaður ákærður fyrir árás

Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.
Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Myndband af lögreglumanninum handtaka konu í miðborg Reykjavíkur í júlí fór sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum. Honum hefur ekki verið birt ákæran.

Konan sem um ræðir er 29 ára gamall Reykvíkingur og sagði Arnar Kormákur Friðriksson, lögmaður konunnar, í samtali við mbl.is í júlí hana ætla að leita réttar síns. Hún var með sýnilega áverka víða á líkama eftir handtökuna en daginn eftir atvikið leitaði hún læknis til að fá áverkavottorð.

Formaður Landssambands lögreglumanna sagði hins vegar að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndri handtökuaðferð, hins vegar gæti handtaka aldrei litið vel út á myndbandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert