Mál Sigurjóns fyrir héraðsdóm

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason. mbl.is/RAX

Slitastjórn gamla Landsbankans hefur krafist riftunar á 300 milljóna króna greiðslu bankans í september árið 2008 til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gærmorgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en málið er eitt af sex málum sem slitastjórnin hefur höfðað gegn Sigurjóni.

Í Fréttablaðinu er greint frá því að slitastjórn Landsbankans krefst samanlagt 65 milljarða í skaðabætur frá Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, í þremur stórum skaðabótamálum sem höfðuð hafa verið gegn stjórnendum bankans. Einu málinu hefur raunar verið vísað frá héraðsdómi en niðurstöðu Hæstaréttar um það atriði er enn beðið.

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurjóns í málinu, segir í Morgunblaðiun í dag, að Sigurjón hafi skilað stærstum hluta greiðslunnar og um leið gert samkomulag við bankann um uppgjör vegna launagreiðslna sem Sigurjón taldi sig eiga á hendur þrotabúi bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert