Í lagi að tína ber þrátt fyrir frost

Krækiber
Krækiber mbl.is/Gúna

Frost var á jörðu á nokkrum stöðum á Norðausturlandi í nótt en ekki er útlit fyrir að það frysti á láglendi á næstu dögum. Ber er hægt að tína þrátt fyrir að það frysti.

Samkvæmt upplýsingum frá Leiðbeiningastöð heimilanna er vel hægt að tína ber þrátt fyrir að jörð hafi frosið, einkum ef nota á berin í sultu.

Það er í lagi að tína sveppi ef þeirr hafa ekki frosið og líta vel út, s.s. þótt það sé frost í jörðu þá er í lagi að tína þá. Best er að tína þá þegar að þeir eru þurrir t.d. ekki eftir rigningu, samkvæmt upplýsingum frá Leiðbeiningastöð heimilanna.

Kartöflur er einnig hægt að taka upp þrátt fyrir næturfrost.

Veðurspáin næstu daga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert