Klæðning Öskju er mjög illa farin

„Það er unnið að úttekt á málinu og er niðurstaðna að vænta innan einhverra vikna. Þegar þær liggja fyrir verða væntanlega teknar ákvarðanir um það hvað verður hægt að gera í framhaldinu. En það er ekkert í hendi með það í sjálfu sér.“

Þetta segir Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is spurður út í ástandið á klæðningu Öskju, náttúrufræðahúss skólans. Rætt hefur verið reglulega um ástand klæðningar hússins meira og minna síðan það var tekið í notkun fyrir áratug en eins og sést á meðfylgjandi myndum lítur hún ekki vel út.

Spurður hvað það sé sem valdi þessu segir Ingólfur að sjálfsagt sé það fleiri en einn þáttur sem geri það en það verði væntanlega allt tekið fyrir í úttektinni. „Vonandi fáum við bara greinargóða skýringu á þessu og góð lending fáist í framhaldi af því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert