Stór geislasteinn á Teigarhorni

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn.
Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn. Af vef Umhverfisstofnunar.

Í ár starfaði í fyrsta skipti landvörður á Teigarhorni, en það er friðlýst náttúruvætti vegna fjölbreyttra geislasteina sem mynduðust í berginu við sérstakar aðstæður. Brynja Davíðsdóttir gegndi hlutverki landvarðar og hefur hún meðal annars komið upp safni af helstu tegundum geislasteina sem finnast á Teigarhorni. Yfir 300 eintök eru í safninu en einn gripanna þykir heldur sérstakari en aðrir.

Eintakið er af gerðinni skólesít (e. scoleciteo) og kom í ljós við eftirlitsferð um svæðið þar sem hann sat laus á klettasyllu. Steininum varkomið í hús með hjálp vanra sigmanna úr björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi og oddvitanum Andrési Skúlasyni. Í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar segir að líklega sé um þjóðargersemi að ræða og eitt stærsta eintak af skólesít (e. scolecite) sem fundist hefur á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert