„Spilavíti í boði Háskóla Íslands“

„Eru engin takmörk? Spilavíti á Lækjartorgi í boði Háskóla Íslands!  Nóg var nú samt,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra. Hann spyr um ábyrgðarkennd spilafyrirtækjanna og aðstandenda þeirra og segir besta kostinn að loka spilakössum algerlega.

Ögmundur skrifar um málið á vefsvæði sínu, en tilefnið er frétt þess efnis að nýr spilasalur Háspennu hafi verið opnaður á dögunum og er hann staðsettur við Lækjartorg. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði, sagði í samtali við mbl.is í gær að borgin hefði ekki séð tilefni til að banna starfsemina.

Í pistli sínum minnist Ögmundur þess þegar hann kom í ráðuneyti dómsmála haustið 2010 þá lýsti hann því yfir á fyrstu dögum að hann væri staðráðinn í því að beina kröftum að spilavandanum og skapa um hann betri umgjörð. „Ekki er í boði að loka kössunum algerlega, um það er ekki nauðsynleg sátt, hvorki á Alþingi né í samfélaginu. Um það hef ég sannfærst þótt sjálfum þætti mér það besti kosturinn.“

Hann segir frábært starf hafa verið unnið innan ráðuneytisins og hafi það verið í góðu samstarfi við happdrættisfyrirtækin hér á landi og að flestir fulltrúar þeirra hafi sýnt mikinn skilning á verkefninu og ríka samfélagslega ábyrgð. 

„Niðurstaðan varð frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi og liggur þar enn. [...] Ætlar Alþingi að láta hjá líða að afgreiða fyrrgreint þingmál? Þar með væru stigin fyrstu skref til að koma böndum á þá ófreskju sem spilavandinn er í lífi þúsunda fólks?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert