Níu Albanar „týndir“ á Íslandi

Frá landsleik Íslands og Albaníu.
Frá landsleik Íslands og Albaníu. Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvað varð um níu Albana sem komu hingað til lands sem áhorfendur á landsleik Íslands og Albaníu 10. september síðastliðinn. Þrettán Albanar skiluðu sér ekki í flug aftur til landsins en fjórir þeirra sóttu um hæli hér á landi, hinir eru taldir hér á landi en ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði ennfremur að lögreglan á Suðurnesjum hefði tilkynnt Útlendingastofnun um málið sem tekur það fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert