Að velja í lið eftir kyni er kynjamisrétti

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði. Af vef Bæjarins besta

Stjórn nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði telur að kynjakvóti í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, geti hugsanlega skilað árangri en stjórnin hefur þó ekki mikla trú á að þetta sé besta lausnin, segir í frétt um málið á vef Bæjarins besta. 

Að sögn Arnheiðar Steinþórsdóttur formanns NMÍ og Halldórs Páls Hermannssonar formanns málfundarfélags MÍ ætla þau að leggja sig fram í ár við að hvetja sem flesta til að taka þátt, bæði stráka og stelpur „Þetta fer að okkar mati eftir aðstæðum í hverjum skóla. Miðað við andrúmsloftið sem hefur verið í MÍ síðustu árin erum við ekki viss um að kynjakvóti myndi fá fleiri stelpur til að taka þátt,“ segja þau. Þeirra skoðun er sú að sá hæfasti eigi að komast í liðið eftir hæfnispróf. Þau vilja ekki að valið verði í liðið eftir kyni því það sé einfaldlega kynjamisrétti. 

„Alveg eins myndum við ekki vilja velja siguratriði í söngkeppninni eftir kynjahlutfalli heldur eftir hæfileikum,“ segja þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert