VG hefur áhyggjur að stöðu LSH

Björn Zoëga hefur látið af störfum sem forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga hefur látið af störfum sem forstjóri Landspítalans. mbl.is/Styrmir Kári

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur sent Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formanni velferðarnefndar Alþingis, ósk um fund í nefndinni sem allra fyrst til að ræða alvarlega stöðu Landspítalans.

Vinstrihreyfingin-grænt framboð segir í tilkynningu, að flokkurinn hafi  gríðarlegar áhyggjur af þeirri alvarlegu stöðu sem nú er uppi á Landspítalanum eftir uppsögn Björns Zoëga, forstjóra spítalans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert