Fulltrúi Hvals sjósundgarpur 2013

Sjósundkappar í Nauthólsvíkinni í dag
Sjósundkappar í Nauthólsvíkinni í dag mbl.is/Golli

Á milli 30 og 40 manns tóku þátt í sjósundkeppni í Nauthólsvík í dag. Árni Guðnason var krýndur titlinum sjósundgarpur Íslands 2013, en hann var fulltrúi útgerðarfélagsins Hvals í keppninni.

Keppnin fór þannig fram að keppendur (fulltrúar útgerðarfyrirtækja) stungu sér til sund frá varðskipinu Baldri, sem sigldi inn í Nauthólsvíkina. Þeir syntu síðan  í land en endamarkið var sandströndinni í Nauthólsvík.

Árni sigraði í keppninni en Davíð Davíðsson, fulltrúi HB Granda varð í öðru sæti.

Auk keppninnar tóku meðlimir í Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR), sem er aðildarfélagi Sundsambands Íslands, þátt í 260 metra hópsundi. Veitt voru verðlaun fyrir skrautlegasta höfuðfatið.

Fyrirhugað var að henda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í sjóinn úr þyrlu og ætlaði áhöfn þyrlunnar að sýna nýstárlega björgun með þar til gerðu neti. Forföll í áhöfn þyrlunni leiddu hins vegar til þess að aflýsa varð atriðinu.

Ragnheiður Valgarðsdóttir, Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur, sagði að aðstæður til sjósunds hefðu verið góðar í dag, lítil alda og gott veður. Sjórinn var um 7,8 gráðu heitur. Hún sagði að markmiðið með sjósundkeppninni í dag hefði verið að vekja athygli á fjölbreyttu starfi Sundsambands Íslands, öryggi sjómanna og mikilvægi þess að kunna að synda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert