Svikarar sjá sér leik á borði á leigumarkaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Frumskógarlögmál ríkir á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þess eru dæmi að fólk reiði af hendi greiðslu til að festa sér íbúð, án þess að hafa séð annað en myndir af henni. Í þessu umhverfi sjá svikahrappar sér leik á borði að hafa fé af fólki.

Borið hefur á einkennilegri framsetningu á sumum auglýsingavefjum, þar á meðal bland.is og á leiguvef mbl.is. Algengt munstur er að húseigandinn segist vera staddur erlendis og geti því ekki sýnt íbúðina en lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar.

Oftar en ekki fylgir sögunni, þegar líður á samskiptin, að margir fleiri hafi áhuga á húsnæðinu og því ríði á að ganga frá samningum sem fyrst. Þegar á reynir er svo íbúðin alls ekki til útleigu eða jafnvel ekki til.

Margir höfðu samband við svikahrapp

Raunin virðist vera sú að jafnvel þótt viðvörunarbjöllur klingi um að ekki sé allt með felldu séu sumt fólk komið í svo þrönga stöðu í húsnæðisleit að örvæntingin verði skynseminni yfirsterkari og það láta tilleiðast. 

Nokkrar auglýsingar hafa á síðustu vikum verið teknar út af leiguvef mbl.is eftir að grunur vaknaði um svik. Hinsvegar sést að áður en þær voru fjarlægðar höfðu tugir notenda, jafnvel hátt í 100 manns á einum degi, sent fyrirspurnir til þess sem auglýsti. 

mbl.is ræddi í vikunni við ungan mann í húsnæðisleit sem sagði fólk taka mikla sénsa á leigumarkaðnum. „Auðvitað vill maður helst fá að skoða íbúðina áður en maður segir já eða nei, en það er varla hægt því andrúmsloftið er þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Fólk er jafnvel að taka íbúðir sem það hefur bara séð myndir af.“

Rétt er að taka fram að mbl.is hefur sent lögreglu allar haldbærar upplýsingar um grunaða svikahrappa. Þá má benda á að ef grunsemdir vakna hjá fólki um að eitthvað sé bogið við auglýsingu á mbl.is er hægt að senda ábendingu á netdeild@mbl.is.

Ættu að hringja viðvörunarbjöllum

Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sem betur fer hafi ekki mörg mál ratað inn til þeirra þar sem fólk hafi tapað fé vegna leiguíbúðasvindls. „Það er engin holskefla í þessu, en það eru dæmi um það og auðvitað sárt fyrir þá sem lenda í því.“

Svikaauglýsingar má yfirleitt þekkja af ákveðnum atriðum. Á leiguvef mbl.is hafa slíkar auglýsingar t.d. átt það sameiginlegt að þar virðist vera notast við þýðingarvél Google til að setja textann saman. Stundum hefur lýsingunni á íbúðinni verið raðað saman úr öðrum auglýsingum og stemmir textinn þá illa við myndirnar við nánari athugun.

Hafliði segir að ákveðin atriði ættu að hringja viðvörunarbjöllum. Fyrir það fyrsta eigi alltaf að forðast að leggja fram greiðslu án þess að hafa fengið neitt í hendurnar. Þegar seljandinn færist stöðugt undan því að hitta kaupandann, eða sýna íbúðina, með einhverjum afsökunum þá sé það sterk vísbending um að brögð séu í tafli.

„Menn spila líka þann leik að þykjast vera svolítið fákunnandi, þannig að þér finnist þú hafa yfirhöndina í viðskiptunum. Svo á endanum hugsar fólk kannski að það megi bara ekki missa af þessu tækifæri og drífir sig í að borga til að festa sér íbúðina,“ segir Hafliði. 

Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir ...
Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir fyrirfram til að festa sér leiguíbúð sem síðan reynist ekki vera til. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha virago 700 árg. '85 í ágætu standi. Verð kr. 390 þús. Uppl. s. ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...