Svikarar sjá sér leik á borði á leigumarkaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Frumskógarlögmál ríkir á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þess eru dæmi að fólk reiði af hendi greiðslu til að festa sér íbúð, án þess að hafa séð annað en myndir af henni. Í þessu umhverfi sjá svikahrappar sér leik á borði að hafa fé af fólki.

Borið hefur á einkennilegri framsetningu á sumum auglýsingavefjum, þar á meðal bland.is og á leiguvef mbl.is. Algengt munstur er að húseigandinn segist vera staddur erlendis og geti því ekki sýnt íbúðina en lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar.

Oftar en ekki fylgir sögunni, þegar líður á samskiptin, að margir fleiri hafi áhuga á húsnæðinu og því ríði á að ganga frá samningum sem fyrst. Þegar á reynir er svo íbúðin alls ekki til útleigu eða jafnvel ekki til.

Margir höfðu samband við svikahrapp

Raunin virðist vera sú að jafnvel þótt viðvörunarbjöllur klingi um að ekki sé allt með felldu séu sumt fólk komið í svo þrönga stöðu í húsnæðisleit að örvæntingin verði skynseminni yfirsterkari og það láta tilleiðast. 

Nokkrar auglýsingar hafa á síðustu vikum verið teknar út af leiguvef mbl.is eftir að grunur vaknaði um svik. Hinsvegar sést að áður en þær voru fjarlægðar höfðu tugir notenda, jafnvel hátt í 100 manns á einum degi, sent fyrirspurnir til þess sem auglýsti. 

mbl.is ræddi í vikunni við ungan mann í húsnæðisleit sem sagði fólk taka mikla sénsa á leigumarkaðnum. „Auðvitað vill maður helst fá að skoða íbúðina áður en maður segir já eða nei, en það er varla hægt því andrúmsloftið er þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Fólk er jafnvel að taka íbúðir sem það hefur bara séð myndir af.“

Rétt er að taka fram að mbl.is hefur sent lögreglu allar haldbærar upplýsingar um grunaða svikahrappa. Þá má benda á að ef grunsemdir vakna hjá fólki um að eitthvað sé bogið við auglýsingu á mbl.is er hægt að senda ábendingu á netdeild@mbl.is.

Ættu að hringja viðvörunarbjöllum

Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sem betur fer hafi ekki mörg mál ratað inn til þeirra þar sem fólk hafi tapað fé vegna leiguíbúðasvindls. „Það er engin holskefla í þessu, en það eru dæmi um það og auðvitað sárt fyrir þá sem lenda í því.“

Svikaauglýsingar má yfirleitt þekkja af ákveðnum atriðum. Á leiguvef mbl.is hafa slíkar auglýsingar t.d. átt það sameiginlegt að þar virðist vera notast við þýðingarvél Google til að setja textann saman. Stundum hefur lýsingunni á íbúðinni verið raðað saman úr öðrum auglýsingum og stemmir textinn þá illa við myndirnar við nánari athugun.

Hafliði segir að ákveðin atriði ættu að hringja viðvörunarbjöllum. Fyrir það fyrsta eigi alltaf að forðast að leggja fram greiðslu án þess að hafa fengið neitt í hendurnar. Þegar seljandinn færist stöðugt undan því að hitta kaupandann, eða sýna íbúðina, með einhverjum afsökunum þá sé það sterk vísbending um að brögð séu í tafli.

„Menn spila líka þann leik að þykjast vera svolítið fákunnandi, þannig að þér finnist þú hafa yfirhöndina í viðskiptunum. Svo á endanum hugsar fólk kannski að það megi bara ekki missa af þessu tækifæri og drífir sig í að borga til að festa sér íbúðina,“ segir Hafliði. 

Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir ...
Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir fyrirfram til að festa sér leiguíbúð sem síðan reynist ekki vera til. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
Lagersala
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Kr 3.900,- Kr 3.900,- Kr 3.900,- ...
Stimplar
...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...