Húsnæðismarkaðurinn

Erfitt að byggja hverfi í flýti

22.3. „Hann sagðist ætla að vinna þetta hratt. Það eru aðgerðir sem hægt er að taka einn, tveir og þrír,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar um fund forsvarsmanna sveitafélaga og Þorsteins Víglundssonar ráðherra um húsnæðismál í dag. Meira »

Bjarg fær lóðir fyrir 236 íbúðir

20.3. Skrifað var undir viðurkenningu á úthlutun lóða til Bjargs íbúðarfélags í dag en félagið er stofnað af ASÍ og BSRB og rekið án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði. Meira »

Vilja að borgin haldi Keilugranda

17.3. Meirihluti borgarráðs samþykkti í gær að úthluta lóðinni Keilugrandi 1 ásamt byggingarétti fyrir 78 íbúðir fyrir búseturétt eða leiguíbúðir á vegum Búseta. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni en þeir telja að nýta ætti svæðið í þágu íþrótta- og útivistarstarfsemi í Vesturbænum. Meira »

Sveitarfélögin sjái um eftirlitið

16.3. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, vill ekki ganga eins langt og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og banna útleigu íbúa í nafni Airbnb á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Það er engin töfralausn

15.3. „Ef maður er að spá í hvað er til ráða þá verður maður fyrst að hugsa hvert vandamálið er. Það er einfaldlega það að ekki eru nógu margar íbúðir fyrir þá sem búa á Íslandi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hjá greiningardeild Arion banka í samtali við mbl.is. Meira »

„Við segjum nei“

14.3. Stjórnvöld hafa skapað grafalvarlega stöðu á húsnæðismarkaði með lélegri hagstjórn sem hefur einkennst af „lýðskrumskenndum skammtímalausnum eða því að hunsa vandamálin gjörsamlega.“ Meira »

Missa íbúðina eftir tuttugu daga

12.3. Sandra Soløy Kjartansfru hefur síðustu ár leigt 90 fermetra íbúð í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Hjónin eiga tvo syni, einn fjögurra ára og annan níu mánaða. Í nóvember fengu þau boð frá leigusalanum um að þau þyrftu að flytja út fyrir lok febrúar, þar sem hann þurfti sjálfur að flytja inn. Meira »

„Við erum varla byrjuð“

11.3. Á höfuðborgarsvæðinu eru í dag 3.560 íbúðir skráðar í byggingu samkvæmt tölum frá sveitarfélögum svæðisins. Í Reykjavík er rétt rúmlega helmingur þessara íbúða í byggingu eða í kringum 1.800. Meira »

Munur gagnvart ódýrari hverfum að minnka

9.3. Á árinu 2016 var hæsta meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 469 þúsund krónur í miðborg Reykjavíkur og það lægsta 275 þúsund krónum í Vöngum í Hafnarfirði. Þarna er rúmlega 70% munur sem er svipað og 2015. Meira »

Kaupgetan „hreinlega ekki til staðar“

8.3. Langvarandi lóðaskortur, hátt lóðaverð og mikill fjármagnskostnaður undanfarin ár hefur valdið því að aðilar hafa fram til þessa ekki séð ávinning af því að hefja byggingu íbúðarhúsnæðis. „Kaupgeta almennings, og einkum þeirra sem vilja kaupa sína fyrstu íbúð – hún er hreinlega ekki til staðar.“ Meira »

Ábyrgð sveitarfélaga mikil

6.3. Ábyrgð sveitarfélaganna er mikil þegar kemur að því að tryggja nægt framboð á húsnæðismarkaði. Þau mega ekki láta það koma sér á óvart þegar stórir árgangar ungs fólks koma inn á markaðinn, enda er á því áratuga fyrirvari. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Meðalstærð íbúða aldrei meiri

5.3. Meðalstærð nýrrar tveggja herbergja íbúðar hefur farið úr 62,9 fermetrum í 78. Litlar íbúðir stækka enn hratt og voru 6,6 fermetrum stærri á árunum 2010-2016 en 1991-2010. Meira »

Fjórða tilboði hafnað og brast í grát

4.3. „Það brast kona í grát hjá okkur í gær. Hún var með mjög gott tilboð í íbúð en því var hafnað og öðru tekið í staðinn. Þetta var í fjórða sinn sem hún var í þessum sporum,“ segir fasteignasali í Reykjavík spurður út í ástandið á húsnæðismarkaði. Meira »

Aðgerðahópur vegna húsnæðismála

24.2. Settur verður á fót aðgerðahópur á vegum fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða. Meira »

Hverjir ná að safna fyrir fyrstu íbúð?

21.2. Um helgina fór af stað umræða um fasteignamarkaðinn og hversu erfitt gæti verið fyrir ungt fólk að safna sér fyrir útborgun á fyrstu íbúð. Hófst umræðan í þættinum Silfrinu á RÚV þar sem þingmenn ræddu málefnið. En hverjir eiga í raun möguleika á að safna upp fyrir útborgun? mbl.is skoðaði málið. Meira »

Húsnæðisverð hækkað mest á Íslandi

21.3. Húsnæðisverð í heiminum hækkaði hvergi meira en á Íslandi á síðasta ári, eða um 14,7% að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri húsnæðisskýrslu fasteignafélagsins Knight Frank yfir húsnæðisverð í heiminum. Meira »

Svaraði með tárin í augunum

18.3. Sandra Soløy Kjartansfru og eiginmaður hennar, Kjartan Ólafsson, hafa fengið íbúð til leigu á sömu kjörum og þau búa við núna. Maður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, bauð þeim íbúðina í kjölfar fréttar mbl.is sem vakti mikla athygli um síðustu helgi. Meira »

Vannýttar lóðir ríkisins fari í uppbyggingu

17.3. Eitt mesta óheillaskref sem stigið hefur verið í húsnæðissögu þjóðarinnar var þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gekk milli bols og höfuðs á verkamannabústaðakerfinu um síðustu aldamót. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í vikulegum pistli sínum í dag. Meira »

Allt of flókið að skrá heimagistingu

16.3. Flækjustigið og kostnaðurinn við skráningu á eign í heimagistingu fælir marga frá því að leigja heimili sitt út til ferðamanna á löglegan hátt að sögn Sölva Melax, formanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Skráningin á heimili kostar 42.060 krónur en ekki 8.500 eins og upphaflega stóð til. Meira »

Bann ekki besta lausnin

14.3. „Ég er einfaldlega ekki sammála því að það eigi að banna þetta,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við þeim ummælum Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að banna ætti Airbnb á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum

12.3. Á síðustu átta árum hefur verið lokið við smíði 2.068 íbúða í Reykjavík. Ekki hafa verið reistar jafnfáar íbúðir í borginni í fleiri áratugi. Raunar þarf að leita aftur til stríðsáranna til að finna sambærilegt átta ára tímabil. Meira »

Langtímaleiga hagstæðari en Airbnb

12.3. Langtímaleiga íbúðar er hagstæðari kostur en skammtímaleiga til ferðamanna allt árið. Heildartekjur eru hærri í ferðamannaleigu en kostnaðurinn dregur verulega úr þeim. Þrátt fyrir þessa staðreynd virðist vera mikið um skammtímaleigu til ferðamanna og er meirihluti þeirrar starfsemi óskráður. Meira »

Bann við Airbnb lausn á vandanum

10.3. Bæjarstjóri Kópavogs telur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða að koma sér saman um að banna Airbnb á ákveðnum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Slíkt bann myndi mögulega ýta undir að ferðamenn dreifðust meira út fyrir höfuðborgina. Meira »

Airbnb hækkar íbúðaverð í Reykjavík

9.3. Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík yfir sama tímabil og þannig átt stóran þátt í mikilli hækkun íbúðaverðs á svæðinu samkvæmt Íslandsbanka. Meira »

Ríkið skildi unga fólkið eftir

7.3. „Í mínum huga þá hefur ungt fólk, sérstaklega það sem er að reyna að kaupa sér húsnæði – það hefur algjörlega verið skilið eftir.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Ríkið segir hann hafa þrengt að möguleikum ungs fólks á húsnæðismarkaði og telur Dagur upp dæmi þess efnis. Meira »

Fjögur deila 45 fermetrum

5.3. „Við höfum verið í stöðugri leit að húsnæði í sjö mánuði,“ segir Stefanía Fanney Jökulsdóttir. Hún er að auglýsa eftir íbúð til leigu fyrir fjölskylduna sem telur fjóra einstaklinga: Stefaníu og mann hennar Helga Jónsson, dótturina Karólínu Kristínu og hundinn Jimi Hendrix. Meira »

„Snýst um að fá íbúð einhvers staðar“

5.3. Elísa Snæbjörnsdóttir auglýsti eftir leiguíbúð á Facebook fyrir nokkrum dögum. Hún hefur fengið margar fyrirspurnir en þær snúast nær eingöngu um íbúðina sem hún býr í og er að flytja úr. Minna er um ábendingar um stærri íbúðir til leigu, líkt og hún leitar að. Meira »

„Til í að skoða allt“

3.3. „Til í að skoða allt,“ skrifar kona á Facebook-síðu þar sem auglýst er eftir húsnæði til leigu. Auglýsingin er dæmigerð fyrir þá sem leita leiguhúsnæðis. Of margir eru um of fáar íbúðir. Tilboðum rignir yfir leigusala sem hafa ekki undan að svara og þurfa að þola ásakanir um græðgi. Meira »

Nýtt 12.600 manna hverfi

21.2. Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert. Fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. Meira »

Vill þjóðarátak í húsnæðismálum

20.2. Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna viðvarandi skorts á íbúðarhúsnæði sem birtist meðal annars í hækkandi í íbúðaverði og hárri húsaleigu. Meira »