Húsnæðismarkaðurinn

Aðeins 43% þiggja húsaleigubætur

18.5. 17% þjóðarinnar eru á leigumarkaði en 70% í eigin húsnæði. Leigumarkaðurinn hefur stækkað síðustu ár en árið 2008 voru 12% þjóðarinnar á leigumarkaði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum viðhorfskönnunar Íbúðalánasjóðs meðal almennings um stöðu húsnæðismála. Meira »

Um 350 íbúðir á lóð Heklu

3.5. Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir. Meira »

Íbúðaverð eins og árið 2007

20.4. Síðustu mánuði hafa tengsl milli þróunar launa og húsnæðis rofnað og hefur húsnæðis- og leiguverð hækkað mun hraðar en laun.  Meira »

Samningur vegna Vesturbugtar

18.4. Skrifað var undir samning í dag um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði. Meira »

Nýr íbúðakjarni á Kársnesi

12.4. Fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna við Hafnarbraut 9–15 á Kársnesi í Kópavogi var tekin á föstudaginn. Þar munu rísa 78 nýjar íbúðir, auk þess sem gerðar verða upp 39 íbúðir sem þar eru fyrir. Meira »

Yfir 500 íbúðir í Breiðholti og Árbæ

8.4. Í Breiðholt og Árbænum eru 567 nýjar íbúðir í undirbúningi, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. 350 íbúðir eru í formlegu skipulagsferli. Þar af eru 200 á reitnum Norðlingaholt-Elliðabraut. Meira »

4.000 nýjar íbúðir í Laugardalnum

6.4. Í Laugardalnum eru hátt í fjögur þúsund nýjar íbúðir í burðarliðnum á næstu árum. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudaginn. Flestar íbúðanna eru fyrirhugaðar í Vogabyggð. Meira »

1.700 íbúðir byggðar í Hlíðunum

6.4. Mikil uppbygging nýrra íbúða er í farvatninu í Hlíðunum í Reykjavík, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Samtals verða íbúðirnar 1.725 talsins, flestar á Hlíðarenda. Meira »

Dregur úr hækkun á húsnæðismarkaði

6.4. Ný spá greiningardeildar Arion banka gerir ráð fyrir að það hægi talsvert á verðhækkunum á húsnæðismarkaði þegar líður á árið. Meira »

Yfir eitt þúsund íbúðir í Vesturbænum

5.4. Í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt í gær koma níu staðir í Vesturbænum við sögu. Samtals er gert ráð fyrir því að 1.166 íbúðir verði byggðar í þessum borgarhluta á næstu árum. Meira »

Fasteignafélögin stýrt ferðinni

4.4. Guðfinna Jóna Guðmundsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, sagði á borgarstjórnarfundi að margt vantaði inn í drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem meirihlutinn hefði lagt fram. Meira »

Vara við leiguíbúðasvindli

2.4. Nokkuð hefur borið á því að óprúttnir erlendir aðilar hafi verið að svíkja fólk með því að bjóða íbúðir sem eru ekki til á netinu. Meira »

Eiga 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu

28.3. Þó að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til íhlutunar vena yfirtöku Almenna leigufélagsins á BK eignum ehf., er það mat stofnunarinnar að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Meira »

Erfitt að byggja hverfi í flýti

22.3. „Hann sagðist ætla að vinna þetta hratt. Það eru aðgerðir sem hægt er að taka einn, tveir og þrír,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar um fund forsvarsmanna sveitafélaga og Þorsteins Víglundssonar ráðherra um húsnæðismál í dag. Meira »

Bjarg fær lóðir fyrir 236 íbúðir

20.3. Skrifað var undir viðurkenningu á úthlutun lóða til Bjargs íbúðarfélags í dag en félagið er stofnað af ASÍ og BSRB og rekið án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði. Meira »

Sér hættumerki á húsnæðismarkaði

6.5. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, hvetur fólk sem íhugar kaup á fasteignum til að sýna varkárni.   Meira »

77 milljarða króna framkvæmd

21.4. Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Jarðvegsvinna við lagningu gatna og lagna í hverfinu er einnig í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna. Meira »

Húsnæðisverð hækkað um 21%

18.4. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 552,1 stig í mars 2017 og hækkaði um 2,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 7,1%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 12,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 20,9%. Meira »

Hugmyndaleit vegna Skerjafjarðar

15.4. Vegna nýs 800 íbúða hverfis sem er fyrirhugað í Skerjafirði ætlar Reykjavíkurborg að efna til útboðs á mismunandi deiluskipulagsreitum hverfisins. Hugmyndaleit er í gangi þar sem leitað er til valdra arkitektastofa til þess að fá hugmynd um hvernig hverfið gæti liðið út. Meira »

Uppsafnaður mismunur er 4.600 íbúðir

11.4. Uppsafnaður mismunur á framboði og eftirspurn íbúðarhúsnæðis er um 4.600 íbúðir. Þetta er niðurstaða greiningar Íbúðalánasjóðs, sem sjóðurinn hefur unnið að beiðni Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Næstum 8.000 íbúðir í undirbúningi

7.4. Fjöldi nýrra íbúða er fyrirhugaður í Elliðaárvogi, Grafarvogi og Úlfarsárdal á næstu árum, eða 7.680. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudag. Meira »

800 nýjar íbúðir í Skerjafirði

6.4. 800 íbúðir er fyrirhugaðar í Skerjafirði, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudaginn.  Meira »

Hátt í 500 íbúðir í smíðum í miðbænum

6.4. Í miðborg Reykjavíkur eru 653 íbúðir annaðhvort í byggingu eða á teikniborðinu, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Langflestar íbúðir eru á byggingarsvæðum á framkvæmdastigi, eða 478 talsins. Meira »

Tæplega 1.500 íbúðir á leiðinni

6.4. Í Háaleitis- og Bústaðahverfunum eru 1.479 íbúðir í byggingu eða á teikniborðinu, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Þar af eru 360 í smíðum á RÚV-reitnum. Meira »

Aukið fé í húsnæði fyrir utangarðsfólk

4.4. Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017 að kostnaður vegna búsetuúrræða fyrir utangarðsfólk og fólk með áfengis- og vímuefnavanda nemi rúmum 343 milljónum króna og hækkar hann frá áætlun ársins 2016 um rúm 5%. Að óbreyttu verður heildarkostnaður við búsetuúrræðin til næstu fimm ára því um 1.718 milljónir króna. Meira »

6.250 íbúðir byggðar á næstu 5 árum

4.4. Byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir eru komin á framkvæmdastig í Reykjavíkurborg og fjölgar þeim hratt. Byggingarsvæði fyrir yfir 2.500 íbúðir að auki liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á fjölmiðlafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Dagur: Mér finnst þetta ódýrt

2.4. „Mér finnst þetta ódýrt. Hann er nýfarinn af stað með ríkisstjórn sem gleymdi húsnæðismálum í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Silfrinu þegar hann var spurður út í ummæli forsætisráðherra um að Reykjavíkurborg þyrfti að gyrða sig í brók. Meira »

Smærri íbúðir eru dýrari

27.3. Dýrara er fyrir verktaka að byggja smærri íbúðir en stærri og því er lítið framleitt af íbúðum sem henta fyrstu kaupendum, þ.e. íbúðum sem eru á stærðarbilinu 65-85 fermetrar. Meira »

Húsnæðisverð hækkað mest á Íslandi

21.3. Húsnæðisverð í heiminum hækkaði hvergi meira en á Íslandi á síðasta ári, eða um 14,7% að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri húsnæðisskýrslu fasteignafélagsins Knight Frank yfir húsnæðisverð í heiminum. Meira »

Svaraði með tárin í augunum

18.3. Sandra Soløy Kjartansfru og eiginmaður hennar, Kjartan Ólafsson, hafa fengið íbúð til leigu á sömu kjörum og þau búa við núna. Maður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, bauð þeim íbúðina í kjölfar fréttar mbl.is sem vakti mikla athygli um síðustu helgi. Meira »