Þorpið selur Skugga á Höfðanum

Drög að fjölbýlishúsunum á einni lóðinni á Ártúnshöfða.
Drög að fjölbýlishúsunum á einni lóðinni á Ártúnshöfða. Teikning/JVST arkitektar/Þorpið vistfélag

Hluthafar í félaginu Þorpið 6 ehf., félagi sem er tengt Þorpinu vistfélagi, hafa samþykkt kauptilboð Skugga 4 ehf. í byggingarlóðir á Ártúnshöfða í Reykjavík. Skuggi vinnur nú að áreiðanleikakönnun vegna viðskiptanna.

Handhafar 45,14% hlutafjár í Þorpinu 6 samþykktu tilboðið 25. mars en handhafar 14,25% hlutafjár greiddu atkvæði á móti. Nánar tiltekið hafnaði eigandi Blævængs, Áslaug Guðrúnardóttir, tilboðinu en hún lagði fram tilboð sem ekki var tekið. Áslaug og maður hennar Runólfur Ágústsson hafa fylgt Þorpinu vistfélagi frá upphafi. Nú er hins vegar óvissa um framtíð Þorpsins sem selt hefur stærstan hluta lóðaréttinda sinna.

Lóðirnar sem Skuggi kaupir eru annars vegar tvær lóðir við Breiðhöfða; Breiðhöfði 15 og Breiðhöfði 27.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert