Neikvæð raunávöxtun á 71 reikningi

mbl.is

Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, bjóða nú 158 sparnaðarleiðir. Af þeim ber 71 neikvæða raunvexti, enda eru nafnvextir undir verðbólgu.

Þetta leiðir lausleg athugun Morgunblaðsins í ljós, en samantektin er byggð á vaxtatöflum sem fengust afhentar í bönkunum sl. mánudag.

Við þessa samlagningu eru ólík vaxtaþrep innan tiltekinna sparnaðarleiða tekin með og fara nafnvextir á þeim stighækkandi eftir upphæð og þeim tíma sem sparifjáreigendur eru reiðubúnir að binda fé sitt.

Í þessu efni ber að hafa í huga að fjármagnstekjuskattur hefur verið tvöfaldaður úr 10% í 20% á síðustu árum. Þurfa nafnvextir því að vera háir til að skila góðum vaxtatekjum, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert