Makríllinn fer á seiðaslóðir

mbl.is/Styrmir Kári

Miklar makrílgöngur vestur og norður með landinu valda mönnum áhyggjum því á þeim slóðum eru uppeldisslóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar benda til þess að uppistaðan í fæðu makríls hér við land sé áta, svifdýr af krabbaættum.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að á meðan makríllinn hélt sig mest fyrir suðaustan og austan land hefðu menn verið rólegir því þar skaraðist hann ekki við nytjastofna á borð við t.d. ungloðnu og þorskseiði.

„Nú þegar makríllinn hefur teygt sig vestar og norðar, sérstaklega í ár og í fyrra, þá er komin skörun,“ sagði Jóhann. Ekki liggja fyrir niðurstöður rannsókna þar sem sýnt er fram á skaðleg áhrif makríls á umrætt ungviði og líklega verður seint hægt að sanna þau, að mati Jóhanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert