Flugvirkjunum vísað úr landi

Ein af flutningaflugvélum Air Atlanta.
Ein af flutningaflugvélum Air Atlanta. mbl.is

Flugvirkjunum þremur sem voru handteknir í Sádi-Arabíu í september grunaðir um ölvun hefur verið vísað úr landi. Áfengislög í Sádi-Arabíu eru mjög ströng en brot á þeim varðar fangelsisvist, háa fjársekt og/eða opinbera hýðingu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta-flugfélagsins sem flugvirkjarnir starfa hjá, segir málið hafa farið á besta veg.

„Þeir voru á hóteli og störfuðu hjá fyrirtækinu á meðan þeir biðu niðurstöðu, sem er að þeim er vísað úr landi og þeir mega aldrei koma aftur til Sádi-Arabíu.“

Mennirnir geta því ekki starfað áfram í landinu og enn er óljóst hvað verður um starfsferil þeirra. Mennirnir þrír voru á leið til Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu og neyttu áfengis um borð í flugvélinni, en það er með öllu óheimilt.

Sæta rannsókn í Sádi-Arabíu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert