Frost fyrir norðan og austan

Varað var við hálku víða um land í gærkvöldi
Varað var við hálku víða um land í gærkvöldi mbl.is/Sigurður Bogi

Fjarðarheiði var lokað í gærkvöldi vegna mikillar hálku og þurfti að aðstoða nokkrar rútur með ferðamenn niður af heiðinni. Ekki liggur fyrir hvort heiðin er fær núna en lítilsháttar frost er víða fyrir norðan og austan. Götur eru auðar á höfuðborgarsvæðinu en hálkublettir á Sandskeiði og Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði er hálka á götum bæjarins þannig að það er betra að fara varlega í umferðinni í morgunsárið.

Hjá lögreglunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að engin hálka væri í bænum en hált væri á Öxnadalsheiði og bílstjórar hvattir til að fara varlega.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er ísing víða á vegum á Suðurlandi.

Veðruspá næsta sólarhring:

Norðvestan 5-10 m/s og sums staðar lítilsháttar slydda eða él fram á morgun, en styttir síðan upp og lægir. Suðvestan og vestan 5-10 og víða bjartviðri í dag, en sums staðar súld við S- og V-ströndina seinni partinn. Hvessir heldur NV-til í kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost NA-til.

Hundruð föst á Fjarðarheiði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert