Jörð skelfur við Reykjanestá

Skjálftinn mældist 4,3 stig samkvæmt sjálfvirkri skráningu Veðurstofu Íslands.
Skjálftinn mældist 4,3 stig samkvæmt sjálfvirkri skráningu Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina hófst í nótt og hefur upptök sín nokkrum kílómetrum austur af Reykjanestá. Samkvæmt upplýsingum af vefsvæði Veðurstofu Íslands hafa 40 jarðskjálftar mælst frá klukkan eitt í nótt. Einn skjálftanna mældist yfir fjögur stig og fannst mjög vel í Reykjanesbæ en einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftarnir sem mælst hafa eru flestir á bilinu 1-2,4 stig. Þeir eru á 4,8-6 kílómetra dýpi og flestir eiga upptök sín 2,7-3,6 km ANA af Reykjanestá.

Samkvæmt sjálfvirkri skráningu Veðurstofu Íslands mældist skjálfti sem reið yfir um klukkan 7.30 í morgun 4,3 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur mannskapur verið kallaður út og enn á eftir að fara yfir skjálftann. Þannig að um óyfirfarnar niðurstöður er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert