Mismikil þátttaka í fermingu

Háteigskirkja.
Háteigskirkja. mbl.is/Ómar

Um 60% fermingarárgangsins í Háteigssókn hyggjast fermast í Háteigskirkju. Þetta er nokkur fækkun frá fyrri árum, þar sem hlutfall ungmenna á fermingaraldri sem fermast í kirkjunni hefur staðið nokkuð stöðugt í 80-90%.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, segist ekki kunna skýringar á þessari miklu fækkun í ár en segir það sína tilfinningu að fleiri börn kjósi að fermast borgaralega en áður. „Nú hefur Siðmennt fengið ákveðinn status í kerfinu og mig grunar að margir hafi leitað þangað,“ segir hún.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún áhugavert að vita hvort börn með trúfélagsaðild í þjóðkirkjunni séu að fermast borgaralega. Hún segist hafa orðið vör við að þau ungmenni sem kjósa að fermast í kirkjunni hafi einbeittari vilja til þess en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert