Vilja lágmark 75% afslátt

mbl.is

Miðað við áætlun Seðlabanka Íslands, sem gengur undir vinnuheitinu Bingó, verða nauðasamningar Glitnis og Kaupþings aldrei samþykktir nema það náist fram að lágmarki 75% niðurskrift á 400 milljarða krónueignum bankanna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að í þeirri áætlun sé horft til þess að þær kröfur bankanna verði keyptar af Seðlabankanum – og mögulega lífeyrissjóðum – á verði sem nemur um 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri. Stærstu krónueignir kröfuhafa eru eignarhlutir í Íslandsbanka og Arion banka. Sala á þeim eignum til erlendra fjárfesta fyrir gjaldeyri hefur engan árangur borið.

Samkvæmt heimildum var þeim skilaboðum nýlega komið á framfæri til slitastjórna og fulltrúa kröfuhafa að þetta væru kröfur stjórnvalda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert