Engar landbætur vegna Álftanesvegar

Vegagerðin segir að að engar bætur vegna lands hafa verið eða verða greiddar vegna lagningar nýs Álftanesvegar. Sá hluti vegstæðisins sem liggur um land Selskarðs er á sama stað og núverandi Álftanesvegur. Land Selskarðs verður því ekki skert að neinu leyti, samkvæmt því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

„Þar sem nýr Álftanesvegur fer um Garðahraun liggur hann í landi Garðabæjar og tengist núverandi vegi við landamörk Garðabæjar og Selskarðs. 

Engar landbætur eru því greiddar vegna lagningar Álftanesvegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert