Háskólamenntaðir sitja eftir

Hægar dregur úr atvinnuleysi háskólamenntaðra en þeirra sem eru með …
Hægar dregur úr atvinnuleysi háskólamenntaðra en þeirra sem eru með minni menntun. mbl.is/Golli

Atvinnuleysi meðal þeirra sem eru með háskólamenntun minnkar hægar en þeirra sem eru með minni menntun.

Fyrir hrunið árið 2008 var algengt að hlutfall þeirra sem voru með háskólamenntun á atvinnuleysisskrá væri 10-12% en eftir hrun hefur hlutfallið hægt og bítandi þokast upp á við og hefur aldrei verið hærra en í september sl., eða um 22%.

Mjög hefur dregið úr atvinnuleysi undanfarna mánuði en langmest hjá þeim sem eru með minnstu menntunina. Einnig hefur dregið úr atvinnuleysi þeirra sem eru með háskólapróf, en ekki nærri því eins mikið. Í september voru 1.430 með háskólanám á atvinnuleysisskrá af alls 6.480, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert