Obama tilnefnir nýjan sendiherra

Barack Obama
Barack Obama AFP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur tilnefnt Robert Barber sem næsta sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Í frétt AP fréttastofunnar er Barber sagður öflugur stuðningsmaður Obama og að Barber hafi safnað háum fjárhæðum fyrir hann þegar Obama sóttist eftir endurkjöri.

Líkt og fram hefur komið er Luis Arreaga að láta af embætti á Íslandi.

Í frétt AP kemur fram að Obama hafi einnig tilnefnt Mark Gilbert, sem er fyrrverandi leikmaður Chicago White Sox, sem sendiherra Bandaríkjanna í Nýja-Sjálandi.

Báðir voru þeir hluti af fjáröflunarteymi Obama sem safnaði yfir 500 þúsund Bandaríkjadölum fyrir kosningabaráttuna í fyrra.

AP fréttastofan hefur ekki fengið þessar tilnefningar staðfestar samkvæmt frétt Republic.

Robert C. Barber lögfræðingur hjá Looney & Grossman lögmannsstofunni en hann hefur starfað hjá henni frá árinu 1981. Hann varð einn eigenda stofunnar árið 1985 og var framkvæmdastjóri hennar frá 2001 til 2003.

Luis Arreaga.
Luis Arreaga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert