Skattur lagður á óljós verðmæti

mbl.is

Gerðar eru athugasemdir við skattstofn svonefnds bankaskatts á fjármálastofnanir í slitameðferð í umsögnum til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Þær slitastjórnir sem hafa tjáð sig og ýmis samtök og stofnanir benda á að bókfærðar kröfur sem skatturinn á að miðast við séu mun hærri fjárhæðir en samþykktar verða auk þess sem kröfur endurspegli ekki þær eignir sem að lokum muni verða greiddar út. Slitastjórnir áskilja sér rétt til að láta reyna á lögmæti skattlagningarinnar fyrir dómstólum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fjármálastofnanir í slitameðferð þurfa framvegis að greiða sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, verði undanþágur þeirra afnumdar eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Hlutfall bankaskattsins er jafnframt meira en þrefaldað. Gert er ráð fyrir að 11 milljarðar verði lagðir á föllnu bankana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert