Svört gisting færist í vöxt

Ferðamenn gefa vel af sér.
Ferðamenn gefa vel af sér. mbl.is/Eggert

Umfang ólöglegrar hótelgistingar fyrir erlenda ferðamenn hefur aukist þrátt fyrir átak gegn henni og eru nú a.m.k. 1.500 slík herbergi til leigu í Reykjavík og 1.800 um land allt.

Þetta er varleg áætlun Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra Center Hotels, og starfsmanna hans, en þeir byggja þetta m.a. á erlendum vefsíðum sem bjóða gistingu. Þar megi sjá að sumir leigjendur hafi fært út kvíarnar og leigi margar íbúðir. Til samanburðar eru að hans sögn rúmlega 3.000 herbergi í löglegum rekstri í Reykjavík.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsstjóri boðar hert eftirlit með greiðslum fyrir ólöglega gistingu í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert