Bærinn selur ekki í HS-veitum

Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS-orku og HS-veitur árið …
Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS-orku og HS-veitur árið 2008. mbl.is/Ómar

Hafnarfjarðarbær ætlar ekki að selja sinn hlut í HS-veitum að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

„Þegar Reykjanesbær ákvað að fara með sinn hlut í sölu skoðuðum við þetta og þá ákvað Hafnarfjarðarbær að gera það ekki. Við teljum að þetta sé samfélagslega mikilvæg eign og við gerum ekki ráð fyrir að selja hana,“ segir Guðrún í Morgunblaðinu í dag.

Í byrjun nóvember var gengið frá kaupum fyrirtækis Heiðars Más Guðjónssonar, Úrsusar, á 15% hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum. Orkuveita Reykjavíkur og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hyggjast einnig selja Úrsusi sína hluti. Með því ætti félagið um þriðjungshlut í HS-veitum. Eftir kaupin á Reykjanesbær 50,1% í félaginu en Hafnarfjarðarbær á 15,4%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert