Málið stórskaðaði flokkinn

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Rax / Ragnar Axelsson

„Ég bakkaði Jóhönnu alltaf upp í þingflokknum en hún hætti að ráðgast við mig í sama mæli og áður þegar leið á 2012,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

<span><span class="userContent">Össur lýsir þar djúpum ágreiningi sem varð í þingflokknum vegna landsdómsmálsins, en hann studdi að ákæran gegn Geir H. Haarde yrði dregin til baka.</span></span> <span><br/></span> <span>„Landsdómur hafði kastað burt þyngstu ákæruliðunum og saksóknarinn sjálfur ónýtti rök þeirra sem báru því við að afturköllun væri íhlutunum af hálfu Alþingis í dómsmál. Jóhanna tók aðra afstöðu. Þetta mál var rekið af slíkum eindæmum og offorsi að það stórskaðaði flokkinn bæði út á við og inn á við. Svona máli er ekki hægt að sópa undir teppi í sögunni. Hún leiðir að lokum allt í ljós og gegnumlýsir bæði atburðarás og aðila mál,“ segir Össur.</span> <span><br/></span> <span>Í viðtalinu ræðir Össur meðal annars nýútkomna bók sína, Ár drekans - dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum en þar lýsir hann pólitískum atburðum ársins 2012 eins og þeir blöstu við honum. Hann ræðir einnig framtíð flokksins og segir að flokkurinn hafi sýnt innri styrk eftir kosningar með því að gefa Árni Páli Árnasyni vinnufrið. Hann segir að afhroði flokksins í síðustu kosningum sé ekki Árna Páli að kenna. „Enginn frýr honum dugnaðar og hann er alla vega með flokkinn á réttri leið.“</span>
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert