Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ung kona kom á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi í töluverðu uppnámi. Hún sagðist hafa ekið inn í  hringtorgið við Hringbraut/Suðurgata og líklegast „svínað“ óvart á annan ökumann.

Sá tók því það illa að hann elti konuna vestur Hringbraut, inn á Bræðraborgarstíg, Vesturgötu og stöðvaði fyrir aftan hana á rauðu ljósi Ægisgötu/Geirsgötu. Þar fór hann út úr bifreið sinni, kom upp að hennar bifreið og tók í hurðahún (en hún var búin að læsa).

Að sögn ungu konunnar hellti  hann sér yfir hana um að hann hefði átt „réttinn“ og svo framvegis. Konan sagðist hafa sett litla rifu á gluggann og sagðist vera búin að hringja á lögreglu. Hinn ökumaðurinn hafði svo haldið leiðar sinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert