Er heillaður af Kirkjufelli

Ein af mörgum myndum sem Martin Schulz hefur tekið af …
Ein af mörgum myndum sem Martin Schulz hefur tekið af Kirkjufelli. Ljósmynd/Martin Schulz

Þýski ljósmyndarinn Martin Schulz hefur komið til Ísland átta sinnum síðan 2007 og í hverri ferð hefur hann tekið stórkostlegar myndir af náttúru og landslagi hér á landi. Hann er heillaður af Kirkjufelli við Grundarfjörð.

Aðalsmerki hans er að taka myndir af sömu stöðunum allt árið um kring og nýjasta verkefni hans eru myndatökur af Kirkjufelli á Snæfellsnesi. Hann myndaði fjallið um sumar, haust og um vetur þegar himininn fyrir ofan fjallið var baðað norðurljósum.

Ferðabloggið Stuck in Iceland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert