Fermingarbörn söfnuðu 7,3 milljónum

Börn við brunn í Malaví.
Börn við brunn í Malaví.

Fermingarbörn úr 65 sóknum í öllum landshlutum gengu í hús á tímabilinu 4.-12. nóvember og söfnuðu til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þrem löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

 Starfsfólk kirkjunnar hafði áður frætt um 2.800 fermingarbörn um aðstæður í löndunum, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Fermingarbörn um allt land lögðu á sig að þramma í hús í misjöfnu veðri og buðu landsmönnum að setja framlag sitt í merkta bauka Hjálparstarfsins. 7,3 milljónir króna söfnuðust sem er svipað og árið áður. Fjármunirnir fara í að grafa brunna með hreinu vatni á svæðum þar sem vatnsskortur er mikill, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert