Verður öðrum frægum háhyrningi sleppt við Íslandsstrendur?

Tilikum leikur listir sínar í Seaworld. Hann var fangaður við …
Tilikum leikur listir sínar í Seaworld. Hann var fangaður við Ísland 1983. Tilikum hefur orðið þremur manns að bana.

Bandarískir aðilar hafa sótt um leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til þess að sleppa háhyrningi í hafið við Íslandsstrendur á næstunni samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur segir að sér hafi í sumar verið boðið að taka þátt í verkefninu en hann hafi hafnað því.

Háhyrningurinn sem talið er að um sé að ræða kallast Tilikum og hefur hann leikið listir sínar í sædýragörðum Sealand í Bresku-Kólumbíu í Kanada og Seaworld í Orlando í Bandaríkjunum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki tekið erindið fyrir.

Tilikum veiddist við Íslandsstrendur árið 1983, þá tveggja ára gamall, og var fluttur til Kanada. Þar var hann þjálfaður upp í að leika listir sínar fyrir framan fjölda áhorfenda í sædýragarðinum Sealand.

Árið 1991 féll einn þjálfara hans ofan í laugina þar sem hann dvaldi og Tilikum dró hana niður undir vatnsyfirborðið þar til hún drukknaði. Stuttu síðar var Tilikum seldur til SeaWorld í Orlando. Þar varð hann tveimur að bana. Fyrst árið 1999 þegar maður fannst látinn í búri hans einn morguninn og aftur árið 2010 þegar hann drap þjálfara sinn til margra ára.

Fimmtán ár eru liðin síðan háhyrningurinn frægi Keikó kom til landsins þar sem hann fékk að aðlagast náttúrunni. Honum var sleppt lausum árið 2002. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert