Tímabært að bankarnir taki þátt

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að ekkert af því sem ríkissjóður geri sé fjármagnað á meðan ríkissjóður er rekinn með halla. Skuldaleiðréttingin verður meðal annars fjármögnum af bönkunum og ekki síst föllnu bönkunum sem nú eru í slitameðferð.

Bjarni segir að bankaskattur verði hækkaður þrefalt sem áður var og hann á að skila yfir 37 milljörðum króna á ári. Að sögn Bjarna er orðið tímabært að fjármálastofnanir taki þátt í þeim gríðarlega kostnaði sem til hefur fallið, bæði hjá ríkissjóði og heimilunum og atvinnulífinu í heild. Líkt og heimilin og atvinnulífið hefur þurft að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert