Þotuþreyta með seinkun klukkunnar

Áhrif af því að hringla í klukkunni eru engin, segir …
Áhrif af því að hringla í klukkunni eru engin, segir yfirlæknirinn. mbl.is/Golli

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, er ekki hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eins og lagt er til í þingsályktunartillögu þingmanna Bjartrar framtíðar.

Í umsögn Kristins til allsherjar- og menntamálanefndar segir hann: „Það er mitt álit að það að leggja í þá vinnu og breytingu sem þessi tillaga gerir ráð fyrir sé ekki til þess fallið að breyta líðan fólks eða hvað þá að hafa áhrif á lyfjanotkun okkar sem er aðeins meiri en annarra Norðurlandabúa. Þetta mun auka algengi þess að við fáum þotuþreytu því ef fólk fer að lifa eftir þessu verður þotuþreyta bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert