Gera 300 m ísgöng undir Langjökli

Í göngunum inn í jökulinn verða íshellar þar sem m.a. …
Í göngunum inn í jökulinn verða íshellar þar sem m.a. verður að finna ýmsan fróðleik.

Framkvæmdir við gerð ísganga í Langjökli hefjast strax eftir áramótin, að sögn Reynis Sævarssonar, verkfræðings hjá EFLU verkfræðistofu.

Stefnt er að því að opna ferðamannastaðinn vorið 2015. Hann verður í 1.260 metra hæð yfir sjó og uppi undir toppi jökulsins þar sem algengast er að fara á hann að vestanverðu. Áætlað er að framkvæmdin kosti um 200 milljónir króna.

Í fyrri áfanga verða gerð 250 til 300 metra löng göng inn í jökulinn. Við enda þeirra verður útbúinn íshellir undir 30 metra íshellu. Á þeim stað er jökullinn 200 metra þykkur. Í framhaldinu verður unnið á grunni reynslunnar sem fæst við gerð fyrstu ganganna og gerð aðalgöngin fyrir ferðamennina. Reynir taldi líklegt að útbúnir yrðu fleiri litlir íshellar og rangalar upp á yfirborðið, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um verkefni þetta í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka