Tækniskólinn útskrifaði 24 flugvirkja

Flugvirkjarnir nýju ásamt stjórnendum Tækniskólans sem eru hvor á enda …
Flugvirkjarnir nýju ásamt stjórnendum Tækniskólans sem eru hvor á enda myndarinnar. mbl.is/Kristinn

„Þörf fyrir flugvirkja til starfa er mikil. Vegna manneklu hafa íslensku flugfélögin á stundum þurft að láta skoða og gera við flugvélar í útlöndum. Með þessu rætist úr og störfin flytjast heim,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækni-skólans – skóla atvinnulífsins.

Í hópi nemenda sem útskrifuðust frá skólanum sl. föstudag voru 20 flugvirkjar. Nám þeirra spannar tvö ár og er bæði verklegt og bóklegt. Kennt er hér heima í samstarfi við breska fyrirtækið Lufthansa Resource Technical Training.

Kennarar koma að utan en öll starfsemi breska fyrirtækisins uppfyllir þau alþjóðlegri skilyrði sem um flugið gilda og þurfa að vera til staðar. Áratugir eru síðan flugvirkjar sem hafa fengið sína menntun hér heima voru síðast útskrifaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert