Halda í hefðina með dagatali

Dagatalakubburinn sígildi
Dagatalakubburinn sígildi Mynd/GuðjónÓ

„Eldra fólkið er dyggustu viðskiptavinir okkar en svo erum við líka að fá fullt af nýjum viðskiptavinum. Það virðist vera í tísku að vera með svona gamaldags dagatöl,“ segir Ólafur Stolzenwald, prentsmiðjustjóri hjá GuðjónÓ prentsmiðjunni.

Prentsmiðjan hefur í um tíu ár framleitt dagatalakubbana sem fólk er í óða önn að kaupa fyrir áramótin en fyrir það sá prentsmiðjan Edda um framleiðsluna og þar áður Anlin prent. Kubbarnir hafa verið í framleiddir óbreyttir í marga áratugi að sögn Ólafs en eru upprunalega gerðir að danskri fyrirmynd. „Öll kaupfélögin keyptu þessa kubba alltaf á sínum tíma. Þegar best lét á framleiðslan að hafa verið um 50 þúsund stykki á ári í Anlin prentsmiðju og síðar Félagsprentsmiðjunni og Eddu, en er nú um 6 þúsund.“ Ólafur segir suma kaupa sérstakt spjald dagatal sem prentsmiðjan framleiðir líka, en aðrir kaupi kubbana í tengslum við hannyrðir og búa jafnvel til eigin spjöld. 

Símarnir taka hægt og rólega yfir

Ólafur segir þróunina vera á þann veg að símar og önnur rafræn tæki séu hægt og rólega að taka yfir allt sem heitir dagatal. „Ég var svo spurður um daginn af ungum manni hvers vegna ég gengi með klukku á mér. Þetta sýnir að símarnir eru að taka yfir, en þessi dagatöl eru smátilraun til þess að berjast gegn þeirri þróun,“ segir Ólafur að lokum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert