16 þús. í viðbót í bílastæðagjöld

Kaupmönnum í miðbænum líst illa á fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá í bílastæðahúsum og að starfsmenn geti horft á allt að 16 þús. kr. hækkun á bílastæðagjöldum sínum. Antiksali segir þó að hækkunin hafi þurft að bíða lengi og að ekki gangi að ríki eða borg niðurgreiði slíka þjónustu.

Ragnar Símonarson, framkvæmdastjóri skartgripaverslunarinnar Jón Sigmundsson, segir að starfsmaður sem vinni 20 daga í mánuði og 8 tíma á dag og leggur í bílastæðahúsi geti horft á hækkun upp á 16 þúsund kr. í hverjum mánuði vegna hækkunarinnar. Bílastæðagjöld segir hann vera stórt hagsmunamál fyrir þá sem aka til vinnu í miðbænum. Hann gagnrýnir líka hversu illa hefur verið staðið að málum í tengslum við breytingarnar.

Þó er rétt að taka fram að hægt að kaupa afsláttarkort í bílastæðahúsum þar sem mánuðurinn kostar mun minna en þau eiga það til að seljast upp, t.a.m. eru tvö slík eftir í bílastæðahúsinu við Hverfisgötu í janúarmánuði þegar þetta er skrifað.

Ari Magnússon, eigandi Antikmuna á Klapparstíg, er á annarri skoðun og segir að ríki eða borg megi ekki ganga of langt í að niðurgreiða slíka þjónustu sem sé á samkeppnismarkaði og þá hafi gjöldin ekki hækkað í langan tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert