Segja ríkið ekki ráða ferðinni

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. Ragnar Axelsson

Eigendur Geysissvæðisins í Haukadal segja þá afstöðu ríkisins, sem á þriðjungshlut í Geysissvæðinu á móti eigendum Landeigendafélags Geysis ehf., að innheimta aðgöngugjalds að svæðinu sé óheimil, engu breyta um fyrirætlanir sínar.

„Við höldum okkar striki og erum ósammála sjónarmiðum embættismanna í umhverfisráðuneytinu um að gjaldtaka sé andstæð lögum. Þetta er hins vegar eigendamál og við erum ekki í skoðanaskiptum við embættismenn. En það þarf tvo til þegar tveir deila,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda.

Rétturinn er ekki skýr

Geysissvæðið er óskipt sameign en þó er 2,3 ha. svæði í kringum fjóra hveri talið séreign ríkisins, sem fyrirvari er þó um af hálfu eigenda einnar hjáleigunnar í Geysistorfunni svonefndu. Allt vatn og hitaréttindi eru hins vegar óskipt sameign. Segir Garðar að réttur ríkisins í málinu sé því ekki skýr. „Kjarni málsins er sá að við sem eigum jarðir á þessu svæði förum með 2/3 hluta í svæðinu en ríkið þriðjung. Er þar með í minnihluta og ræður því ekki ferðinni,“ segir Garðar. Hann segir ekki liggja fyrir hve miklum fjármunum aðgangseyrir inn á svæðið geti skilað. Talsvert þurfi þó til, svo fjármagna megi nauðsynlegar umhverfisbætur á svæðinu og ráða um það bil 10 manns til starfa við landvörslu.

„Hið opinbera er svifaseint í öllu svona og ég tel ríkisvæðingu á ferðamannastöðum almennt ekki eftirsóknarverða. Geysissvæðið liggur undir skemmdum vegna álags og því þurfum við að fara af stað strax í sumar.“

Landeigendur fari sér hægt

Samtök ferðaþjónustunnar vilja að landeigendur á einstaka svæðunum og náttúrperlum fari sér hægt og hefji ekki innheimtu aðgöngugjalda fyrr en heildstæð lausn og útfærsla á málinu er fundin. Er þar meðal annars vísað til Geysismálsins.

Geysisgjaldið talið óheimilt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert