Endurmeta breikkun Suðurlandsvegar

Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin er að endurmeta áform um tvöföldun Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Til greina kemur að draga úr kostnaði með því að hafa veginn þrjár akreinar, með svokallaðri 2 + 1 útfærslu, í stað fjögurra akreina.

Unnið er að deiliskipulagningu verslanahverfis við gatnamót Biskupstungnabrautar, vestan Ölfusár. Vegagerðin óskar eftir því við Sveitarfélagið Árborg að þeirri vinnu verði frestað fram eftir ári þar til framkvæmdaáform Vegagerðarinnar hafi skýrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert