Á höttunum eftir Íslendingum

Bæði nemendur og starfsfólk Flugakademíunnar eru eftirsótt.
Bæði nemendur og starfsfólk Flugakademíunnar eru eftirsótt. mbl.is

Veruleg eftirspurn er um þessar mundir eftir flugmönnum, flugfreyjum og flugþjónum og flugvirkjum af hálfu flugfélaga bæði hér á landi og erlendis.

Samkvæmt upplýsingum Keilis hefur fjöldi kennara og starfsmanna Flugakademíunnar verið ráðinn til starfa við flugfélög bæði á Íslandi og erlendis. Þá hafa fjölmargir útskrifaðir nemendur úr atvinnuflugmannsnámi verið ráðnir til starfa sem flugmenn á seinustu misserum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að Flugfélagið Qatar Airways hefur á seinustu dögum birt auglýsingar á Íslandi þar sem leitað er að íslenskum flugfreyjum og flugþjónum til starfa í flugvélum félagsins en móttaka umsókna verður 25. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert