Vísaði aðalskipulaginu til baka

mbl.is/Hjörtur

„Skipulagsstofnun hefur fjallað um erindi Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar og afgreitt þau á þann veg að óskað hefur verið eftir skýringum og leiðréttingum sveitarfélaganna á tilteknum atriðum sem liggja þurfa fyrir áður en stofnunin getur staðfest umræddar skipulagsáætlanir.“

Þetta kemur fram á vef Skipulagsstofnunar en stofnunin hefur vísað nýju aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs aftur til sveitarfélaganna en lögum samkvæmt ber henni að staðfesta aðalskipulag.

„Í tilviki aðalskipulags Reykjavíkur varðar það fyrst og fremst áform um uppbyggingu í Vatnsmýri og samræmi aðalskipulagsins við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins hvað varðar íbúðauppbyggingu og stofnbrautarkerfi. Í tilviki aðalskipulags Kópavogs varðar það fyrst og fremst samræmi aðalskipulagsins við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins hvað varðar íbúðauppbyggingu, auk tiltekinna atriða varðandi stefnu um Þríhnúkagíg og brú í Fossvogi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert