Breytingar á Kársnesi í 16 ár

Árið 2005 var landfyllingarverkefnið komið á fullt, en enn átti …
Árið 2005 var landfyllingarverkefnið komið á fullt, en enn átti eftir að bæta töluverðu við bæði norðan og vestan megin á nesið. Loftmyndir

Það eru ekki aðeins jöklar og vötn sem taka breytingum hér á landi. Mannshöndin hefur einnig komið að miklum framkvæmdum sem hafa breytt ásýnd landsins. Þetta sést meðal annars vel þegar myndir af Kársnesi eru skoðaðar sem eru teknar með 16 ára millibili. 

Um síðustu helgi bar mbl.is saman nokkrar myndir úr náttúru Íslands þar sem sást vel hvernig breytingar í loftslagi, hop jökla og gróðurfar getur tekið stakkaskiptum á stuttum tíma. Fyrirtækið Loftmyndir hefur síðustu ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og uppfærir þær á eins til átta ára fresti að meðaltali. Á myndunum af Kársnesi má sjá hvernig landfylling hefur breytt ásýnd nessins. Þá sést einnig á myndunum breytingin sem varð með komu Smáralindar, uppbyggingar við Hamraborgargilið og landfyllingar við Nauthólsvík og flugvöllinn.

Árið 1997 var uppbyggingin á odda Kársnesins ekki hafin og …
Árið 1997 var uppbyggingin á odda Kársnesins ekki hafin og ekki voru komnar byggingar á brúna yfir Hamraborgargilið. Loftmyndir
Þegar myndir frá 1997 og 2013 eru bornar saman má …
Þegar myndir frá 1997 og 2013 eru bornar saman má sjá gífurlegan mun sem landfyllingin hefur gert. Á þessum tíma voru bæði Fífan og Smáralindin einnig byggðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert