Undrandi á andvaraleysi stjórnvalda

Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

Kennarar við Fjölbrautaskólann í Ármúla  harma þá stöðu sem komin er upp í yfirstandandi viðræðum við samninganefnd ríkisins og lýsa yfir fullu trausti til samninganefndar KÍ í kjaraviðræðum.

Þetta kemur fram í ályktun sem kennarafélag skólans sendi frá sér eftir samstöðufund í morgun.

Þar lýsa kennararnir furðu sinni á andvaraleysi stjórnvalda í málefnum framhaldsskóla. „Undanfarin ár hafa laun framhaldsskólakennara dregist verulega aftur úr viðmiðunarhópum á opinberum markaði. Kennarar í FÁ sætta sig ekki við þróun mála og krefjast þegar í stað úrbóta af hálfu stjórnvalda,“ segir í ályktun kennarafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert