Lítið byggt í borginni

Reykjavík vex hægar en hin stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Reykjavík vex hægar en hin stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyrir að hlutfall Reykvíkinga af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins haldi áfram að lækka á þessu ári, sé litið til nýbygginga. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins (SI) verður lokið við um 1.400 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári.

Af þessum 1.400 íbúðum eru um 320 áætlaðar, óstaðsettar, íbúðir og er það byggt á reynslu SI. Að sögn Friðriks Á. Ólafssonar, forstöðumanns byggingarsviðs hjá SI, má ætla að þær íbúðir skiptist eins milli sveitarfélaganna og þær sem taldar voru.

Af 1080 nýjum íbúðum sem voru taldar eru 263 í Reykjavík, 410 í Kópavogi og 207 í Hafnarfirði. Miðað við að 2,4 séu í heimili, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, mun 631 búa í nýju íbúðunum í Reykjavík, 984 í Kópavogi og 497 í Hafnarfirði. Hlutfall nýrra talinna íbúða í Reykjavík er 19%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert