Veiðigjöldin eru orðin vítahringur

Brimnes RE.
Brimnes RE. mbl.is/Sverrir

„Við vissum að reksturinn var orðinn þungur sakir þess hve íþyngjandi veiðigjöldin eru. Uppsagnirnar komu því ekki alveg á óvart en vissulega er þetta áfall fyrir okkur,“ segir Páll Rúnarsson skipstjóri á togaranum Brimnesi RE 5.

Guðmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Brims afhenti Brimnessmönnum uppsagnarbréf þegar þeir komu í land sl. mánudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verður reynt að fá verkefni fyrir skipið í Afríku en þó fremur á Grænlandi. Brim hefur fjárfest í útgerð og fiskvinnslu þar í landi og því er ákveðin kjölfesta til staðar þar.

Skipverjar á togaranum hafa yfirleitt þriggja til sex mánaða uppsagnafrest. Verður skipið því gert út fram á sumar en óvissa ríkir um framhaldið. Segja má að síðustu mánuði hafi í raun verið ákveðin undiralda í togaraútgerðinni. Álögur á hana hafa aukist og vinnslan er í auknum mæli að færast í land. Þar fjölgar fólki en sjómenn missa sín pláss, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert